laugardagur, febrúar 04, 2006

 

Koma tímar koma ráð...


Ég verð nú að viðurkenna að tekur aðeins lengri tíma að læra á þessa síðu þar sem kennslan fer ekki fram á móðurmáli mínu, en það kemur! Ég kann t.d ekki að setja inn slóðir á aðrar síður. Hjálp! Einhver! Og ég er líka í basli með að setja inn skannaðar mundir, þ.e er myndir sem ég hef skannað í tölvuna. En aðrar myndir fara hér léttilega inn!

Ég á ammó síðar í mánuðinum og afmælisgjafirnar eru byrjaðar að streyma inn! Súni gaf mér áskriftar happdrættis miða hjá SIBS. Er það ekki ótrúlega gott happdrætti? Jón Darri á miða þar og hann vann 25 kall í sumar. Reyndar er þetta eina afmælisgjöfin sem ég er búin að fá, og ég fékk hana óvart, því þeir hjá sibs sendu mér email um að ég ætti nú miða! Súni fattaði ekki að þeir myndu gera það strax, vita þeir ekki að ég á afmæli 23?? Hann hélt líka að þetta kæmi í póst, landleiðina.

Myndin er af litla sæta, sem byrjaði í íþróttaskóla í morgun, og var svo hamingjusamur með það.

Comments:
Hæ pæ, fín mynd af Jóni Darra. Uhh, til að setja linka undir links á síðunni, þá þarftu að skoða html'ið fyrir template'ið á síðunni og einhversstaðar þar stendur líklega "links:" og þar undir er svona html lína fyrir hvern link, sem þú getur kóperað og peistað og breytt fyrir þinn link.

Myndirnar sem þú skannar inn eru líklega á öðru formati en hinar myndirnar. Þú gætir prufað að opna þær í einhverju myndaforriti og vista sem jpg format.

Ha, hefurðu verið á internetinu, eða...
 
flott að þú ert kominn í íþóttaskóla fyrir fótboltann í sumar.
 
...þetta er miklu betra. Frábær mynd af Jóni Darra. Hann er orðinn svo stór að það er engu líkara en hann sé að fara einn síns liðs á íþróttanámskeiðið.
Til að setja inn slóð, þá tekur þú utan um nafn þess í textanum sem þú ætlar að linka á, og ýtir á lítinn hnött í stikunni fyrir ofan, þar sem feitletrunartáknið og það allt saman er, og þá getur þú skrifað slóðina...!
Kannski erfitt að setja þetta í orð? Þú hringir þá bara.
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?