miðvikudagur, ágúst 30, 2006

 

Til hamingju með veturinn.

Ó je, veturinn er að koma... Við komum heim í gær úr seinasta sumarfríinu, vorum fyrst tvo daga í Reykjavík, Jón Darri til læknis og skólinn að byrja hjá Árný, brunuðum svo í Arnarfjörðinn og áttum þar frábæra rest af sumri, tíndum ber, veiddum krabba, smíðuðum, kveiktum í geitungabúi og fleira skemmtileg. Fórum snemma að sofa og vöknuðum seint. Vöknuðum í morgunn, og snjór í fjöllum, passar vel, sumarið er búið. Góðar stundir allir saman.

föstudagur, ágúst 18, 2006

 

Er sumarið að verða búið?

Sumarið er tíminn.. já aldeilis búið að vera ágætt sumar. Hjá okkur einkenndist það í bið eftir sumrinu.. kannski ekki alveg endalaus bið í allt sumar en samt mikið að bíða eftir góða veðrinu, en samt kom alveg gott veður!
SUMARIÐ 2006.
-Sjómannadagshelgin á Patró
-Viku frí í Reykjavík
-Brúðkaup Þóru og Bjarka
-Ferð á Snæfellsnesið
-Útilega í Borgarfirðinum með sunnanliðinu
-Margar ferðir í Arnarfjörðin
-Nýr bíll
-Aftur nýr bíll
-Brúðkaup Jóns og Guðnýjar
-Jón Darri tveggja ára
-Partý í ljóta húsinu í Tangargötu. Lokapartý þar á Laugardaginn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?