miðvikudagur, mars 29, 2006

 

Öfug röð...

Þetta raðaðist allt upp öfugt.... hér fyrir neðan eru myndir úr Glasgowferð og svo smá pistill, ætti eiginlega að vera öfugt... en....

 



Fjólublátt einkennir margt í Glasgow... veggir, stólar, og meira að segja ruslafötur. Posted by Picasa

 

myndir..




 Posted by Picasa

 

Glasgow myndir.

Við Hanna fórum til Glasgow um seinustu helgi, bara fullorðins fannst okkur. Frábær ferð og stuðaukandi með meiru, enda með Stinna stuð sem persónulegan farastjóra. Hér koma nokkrar myndir. Glasgow kom okkur skemmtilega á óvart, en þetta var alveg rosalega skemmtileg ferð. Stutt en endingargóð, t.d. var þetta seinasta reykhelgin í Glasgow, þ.e.a.s. frá og með kl 6 á Sunnudagsmorgninum tók í gildi reykingarbann inn á öllum almennun stöðum. Svo við vorum vel reykt eftir helgina. Ritari þessara síðu hét sér því að nú væri þetta komið gott, ætla líka að hætta að reykja þegar vín er við hönd... þetta á bara eftir að vera vesen...
Svo okkur ekki til mikillar gleði þá tók sumartíminn gildi, klukkan 2 um Sunnudagsnóttina varð klukkan 3. Frekar þreyttar gellur sem vöknuðu um morguninn til að ná flugi heim. En óhætt er að segja að starfsfólk Flugleiða hafi sýnt okkur smá respect, okkur þunna fólkinu, með því að planta okkur á saga class!! Það var auðvitað bara ekkert annað hægt en að njóta þynkunnar með stæl! Gaman að segja frá því að á Sunnudaginn verður myndin Sweet sixteen sýnd í sjónvarpinu, en okkur fannst við oft bara hreinlega vera staddar í þeirri mynd, enda tekin í Glasgow. Það verður sko gaman að horfa aftur, rifja upp atburði helgarinnar og alla strákana í íþróttagölunum ( kýs að kalla krumpugalla) með gelað hárið.
Eitt að lokum, við Hanna vorum í mesta bassssli með að skilja greyið fólkið, hreimurinn er svo rosalegur, oftar en ekki greip ég í Kristinn "hvað sagðann/hún. En Hönnu varð gjörsamlega allri lokið þegar hún var á barnum í eitt skiptið að kaupa tekíla handa okkur, en barþjónninn bað hana um "FULLNUMBER". Hvað vilja þeir nú hugsaði hún, sagðist svo ekki hafa neitt fullnumber. En þá hlóu skotarnir dátt og útsýrðu fyrir henni að barmaðurinn vilji fá hjá henni PHONEnumber.

fimmtudagur, mars 02, 2006

 

Hæhó.



Erum öll á lífi og við hestaheilsu! Ritari þessarar síður hefur verið frekar upptekin seinustu daga, skóli., lærdómur, nú og bara að sjá um heimilið og halda því gangandi... ;) Skelli hér inn myndum af Bubba byggir, en hann var hér hjá okkur í vikunni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?