miðvikudagur, febrúar 15, 2006

 

Myndir..

Hér eru myndir af þeim feðgum Súna og Jóni Darra, svoldið líkir! Súni kominn heim og bíllinn líka, bíllinn fékk smá upplyftingu í Reykjavík svo hann er gangfær.. ennþá. Posted by Picasa

laugardagur, febrúar 11, 2006

 

Laugardagspistill

Þá held ég nú að þetta sé allt að koma!! Já það held ég nú. Takk fyrir aðstoð úr öllum áttum. Allt í gúddí gír hér á Ísafirði, annað en í Stokkhólmi...
Lost og 24 halda áfram og ég get sagt ykkur það að spennan sem vofir yfir þegar lost er á skjánum er ekki hægt að lýsa. Endar þetta eitthvað í svipuðum dúr og þarna æi man ekki Laura.. eitthvað.. ekki húsið á sléttunni.. vá man ekki.. hestur... TVÍDRANGAR. hjúff.. var það eitthvað ekki svona sem engin fattaði, eða var ég bara svona ung?
Súni er í bústað í Borgarfirði, held ég allavegna... Hann lagði af stað með nesti og nýja skó í gær, hringdi svo í mig þegar hann var að nálgast Steingrímsfjarðarheiðina og þá var bíllinn að hruni kominn, kemur á óvart!! Gangurinn var ekki eins og bílar eiga að ganga og pússtið var hrunið undan. Talaði svo við hann þegar hann var í Hólmavík, að leita að járnsög til að saga pússtið undan, einhver Hólmvíkingur sá sér auman á honum og lánaði honum sög, hringdi svo í mig þegar hann var kominn í Borgarfjörð. Með hausverk af látum og gangtruflunum. Þetta var Hondan okkar sem átti þennan leik.
Læt vita síðar hvort hann keyrði bílnum í næstu á eða samdi um frið og viðgerð.
Yfir og út.

laugardagur, febrúar 04, 2006

 

Koma tímar koma ráð...


Ég verð nú að viðurkenna að tekur aðeins lengri tíma að læra á þessa síðu þar sem kennslan fer ekki fram á móðurmáli mínu, en það kemur! Ég kann t.d ekki að setja inn slóðir á aðrar síður. Hjálp! Einhver! Og ég er líka í basli með að setja inn skannaðar mundir, þ.e er myndir sem ég hef skannað í tölvuna. En aðrar myndir fara hér léttilega inn!

Ég á ammó síðar í mánuðinum og afmælisgjafirnar eru byrjaðar að streyma inn! Súni gaf mér áskriftar happdrættis miða hjá SIBS. Er það ekki ótrúlega gott happdrætti? Jón Darri á miða þar og hann vann 25 kall í sumar. Reyndar er þetta eina afmælisgjöfin sem ég er búin að fá, og ég fékk hana óvart, því þeir hjá sibs sendu mér email um að ég ætti nú miða! Súni fattaði ekki að þeir myndu gera það strax, vita þeir ekki að ég á afmæli 23?? Hann hélt líka að þetta kæmi í póst, landleiðina.

Myndin er af litla sæta, sem byrjaði í íþróttaskóla í morgun, og var svo hamingjusamur með það.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

 

koma svo!!


er það ekki?? Hér er Súni að grilla humar á gamlársdagskvöld.. sjá það ekki allir?!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?