laugardagur, febrúar 11, 2006

 

Laugardagspistill

Þá held ég nú að þetta sé allt að koma!! Já það held ég nú. Takk fyrir aðstoð úr öllum áttum. Allt í gúddí gír hér á Ísafirði, annað en í Stokkhólmi...
Lost og 24 halda áfram og ég get sagt ykkur það að spennan sem vofir yfir þegar lost er á skjánum er ekki hægt að lýsa. Endar þetta eitthvað í svipuðum dúr og þarna æi man ekki Laura.. eitthvað.. ekki húsið á sléttunni.. vá man ekki.. hestur... TVÍDRANGAR. hjúff.. var það eitthvað ekki svona sem engin fattaði, eða var ég bara svona ung?
Súni er í bústað í Borgarfirði, held ég allavegna... Hann lagði af stað með nesti og nýja skó í gær, hringdi svo í mig þegar hann var að nálgast Steingrímsfjarðarheiðina og þá var bíllinn að hruni kominn, kemur á óvart!! Gangurinn var ekki eins og bílar eiga að ganga og pússtið var hrunið undan. Talaði svo við hann þegar hann var í Hólmavík, að leita að járnsög til að saga pússtið undan, einhver Hólmvíkingur sá sér auman á honum og lánaði honum sög, hringdi svo í mig þegar hann var kominn í Borgarfjörð. Með hausverk af látum og gangtruflunum. Þetta var Hondan okkar sem átti þennan leik.
Læt vita síðar hvort hann keyrði bílnum í næstu á eða samdi um frið og viðgerð.
Yfir og út.

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?