sunnudagur, maí 14, 2006

 

mömmudagur


mamman og pabbinn, en hann á engan dag eins og mamman... en allir dagar eru samt okkar, vona ég allavegna. Og unginn yndislegasti sem við eigum saman. Þessi fjölskylda átti glaðan dag þegar LIVERPOOL vann enska bikarinn í gær. Hibb hibb húrra! Mamman á bænum er búin að ákveða að verða eins og pabbinn, eldheit stuðningskona LIVERPOOL. Veit ekki alveg hvort ég ætli að læra nöfnin á öllum og þeirra sögu.. en hver veit? Prófið að spyrja mig næst þegar þið hittið mig, kannski luma ég á fróðleik um þessa ágætu menn.

Comments:
Humm og veit þá mamman núna að búningur Liverpool er rauður?
 
Hvaða skot var þetta og hver skrifaði það eiginlega?? Auðvitað veit hún Árný að búningurinn er rauður! Jeii ég horfði líka á Liverpool, svaka gaman!

Knús til ykkar sæta fólk,
Lella írska
 
Liverpool menn spila líka stundum í hvítum, gulum eða svörtum búningum! Núna er þeir búnir að gera samning við addidas svo búningarnir verða ekki lengur merktir reebook. :)
 
Elín, hér er einhver að skjóta á mig, vegna þess að þegar ég var í Glasgow keypti ég rangers búning fyrir súna og jón, en ekki liverpool eins og var búið að biðja mig um... og súni segir öllum þá sögu að mér hafi fundist blái litur rangers flottari en rauði hjá liverpool... dö... mér fannst bara meira töff að kaupa rangers þar sem ég var stödd í glasgow!! súni verður bara að senda mig til englands til að kaupa á hann liverpool dress!!
 
Víst að fólk er í óða önn að koma út úr skápnum í fótboltadýrkun sinni þá ætla ég að slást í hópinn og tilkynna að ég held með Fram í íslenska boltanum. Það hef ég gert síðan ég lá veikur heima sumarið 1986 í Hnífsdal. Ég kann enga frekari skýringu á þessu...
- Kriss
 
Ha ha ha, þið eru æði! Sannkölluð footie family!

Held líka að það sé alveg rétt hjá þér Árný, Rangers treyjan hefur merkingu fyrir að vera keypt í Rangers búð í Glasgow og sama mun gilda þegar þið gallið fjölskylduna upp í Liverpool.

Er alltaf að reyna að ná þessu með boltann, það gengur hægt:/
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?