föstudagur, ágúst 18, 2006

 

Er sumarið að verða búið?

Sumarið er tíminn.. já aldeilis búið að vera ágætt sumar. Hjá okkur einkenndist það í bið eftir sumrinu.. kannski ekki alveg endalaus bið í allt sumar en samt mikið að bíða eftir góða veðrinu, en samt kom alveg gott veður!
SUMARIÐ 2006.
-Sjómannadagshelgin á Patró
-Viku frí í Reykjavík
-Brúðkaup Þóru og Bjarka
-Ferð á Snæfellsnesið
-Útilega í Borgarfirðinum með sunnanliðinu
-Margar ferðir í Arnarfjörðin
-Nýr bíll
-Aftur nýr bíll
-Brúðkaup Jóns og Guðnýjar
-Jón Darri tveggja ára
-Partý í ljóta húsinu í Tangargötu. Lokapartý þar á Laugardaginn.

Comments:
heeeiiii...

þetta er fallega ljótt hús...
þú færð sko ekki að koma inn og pissa!!!!
 
þá pissa ég bara í garðinn.
 
Flottar myndir Árný. Ekkert smá gaman að sjá Sigga Gunn með þessar framrúður:) hehe... Er sumarið ekki bara að byrja? September var alveg frábær í fyrra og hittifyrra. Jæja.. alltaf gaman að kíkja hér við. Það sjaldan sem maður nennir að hanga í tölvunni..
 
Ljóta húsið við Tangargötu, er það húsið þar sem alkahólistarnir bjuggu..eða var það arkitektarnir! Ég rugla alltaf þessum tveimur stéttum saman.
- kriss
 
já og hvort alkahólistarnir, eða arkitektarnir gætu hugsanlega hafa pissað á gólfið... hahaha. Bara fyndið. En partýið í ljótahúsinu, eða í garðinum tókst með eindæmum vel. Lognið og hitinn fór vel í fólkið og veigarnar runnu ljúflega niður, margar skemmtilegar hugmyndir kviknuðu meðal annars að halda ömurlega daga á Ísafirði, svar við ástar, kærleiks, og vináttu dögum nærliggjandi bæja. Og erum við öll spennt fyrir ömurlegu dögunum sem haldnir verða í Janúar 2007.
 
Ég myndi mæta á ömurlega daga. Væri þá ekki skilyrði að vera ömurlega klæddur t.d.? Það væri t.d. lítið mál fyrir mig því meðgönguföt eru vægast sagt ömurleg. Annars vildi ég bara ítreka þakkir fyrir afmælisgjöfina, þetta var annar af tveimur pökkum þetta árið, svona fer maður halloka með aldrinum, næst fæ ég örugglega enga pakka!
 
Æi svona eru þessi sumur, maður er hálft sumarið að bíða eftir að það byrji og svo hinn helminginn að kvíða að það klárist. Verð bara feginn þegar kemur haust og maður getur hætt að stressa sig á þessu.

Verst að maður kemst ekki í lokapartí í ljóta húsinu :/ En ég mæti pottþétt á ömurlega daga.
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?