miðvikudagur, ágúst 30, 2006
Til hamingju með veturinn.
Ó je, veturinn er að koma... Við komum heim í gær úr seinasta sumarfríinu, vorum fyrst tvo daga í Reykjavík, Jón Darri til læknis og skólinn að byrja hjá Árný, brunuðum svo í Arnarfjörðinn og áttum þar frábæra rest af sumri, tíndum ber, veiddum krabba, smíðuðum, kveiktum í geitungabúi og fleira skemmtileg. Fórum snemma að sofa og vöknuðum seint. Vöknuðum í morgunn, og snjór í fjöllum, passar vel, sumarið er búið. Góðar stundir allir saman.