þriðjudagur, september 19, 2006

 

Ritstífla...

Dettur bara ekkert í hug þessa dagana til að pikka hér inn á þessa blogg síðu.
Spurning um að fara að fletta almbúmunum...
Annars er allt í fína í kína, Súni er núna að færa björg í bú með því að veiða fisk... er bara búinn að veiða einn þegar þetta er ritað, er staddur undir Eyjafjöllum að veiða í Skógará. Ég er búin að sulta í 3 krukkur, mitt framlag í búið. Svo var mamma eitthvað að tala um að við ættum að taka slátur. Je minn eini bara fullorðins.

Comments:
Ja það er aldeilis myndlegheitin á einu heimili. Þú ert húsmóðirin sem alla dreymir um. Til hamingju.
 
Mæli með albúmunum og slátrinu! Alltaf stuð að kíkja í albúmin þín og slátur getur verið algert dúndur. Held samt ég myndi aldrei nenna að taka það.
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?