miðvikudagur, október 25, 2006

 

Blögg

Ég fór í bíó á Sunnudaginn, Ísafjarðarbíó. Ég verð nú að viðurkenna það að ég hef ekki farið í bíó hér á Ísafirði í mörg mörg ár.. En á Sunnudaginn sá ég mér nú góða ástæðu til að skella mér með litla ungann á myndina Grettir 2. En þess má geta að á Sunnudaginn fyrir viku ætluðum við að fara að sjá umræddu mynd, mættum í okkar fínasta pússi en fengum kalda gusu í andlitið þegar okkur var sagt að það hafði gleymst að senda myndina! Þannig að unginn hélt að fara í bíó væri að fara í Hamraborg og taka video spólu með strákunum úr blokkinni, og svo heim í stofu með þeim að horfa og borða popp;).
Engu að síður mættum við aftur að viku liðinni, eftur með strákunum úr blokkinni og einni mömmu að auki. Þegar kom að okkur að kaupa miða var staðan þannig: fólk hringir og pantar miða. Því var miðaúrvalið ekki alveg upp á sitt besta, við fengum miða á fremsta bekk niðri, sæti eitt og tvö. Hin mamman fékk miða á öðrum bekk niðri. Svo við sátum ekki saman. Já fyrir þá sem ekki vita þá eru sætin númeruð og þú kaupir á vissum bekkjum. Hvers vegna, veit ég ekki.
En áður en við gátum sest niður og "horft" á myndina, ég er viss um að Jón Darri hafi séð köttinn bregða annað slagið fyrir, lítið annað hægt að fókusera á fremsta bekk niðri, þá vorum við mömmurnar sveittar í að hjálpa krökkunum í kringum okkur að finna sætin sín, þar sem kannski þau voru nokkur saman í hóp, en fengu sæti vítt og breytt um salinn. Einnig þurfti ég að fara og ná í bíó stjórann og benda honum á að þau höfðu selt í sæti sem vantaði bakið á... á fremsta bekk niðri. Hann reddaaði því með að koma með stól.
Grettir 2, poppið og snakkið rann vel í krakkana og allir komu heim með bros á vör.

Comments:
vá hvað það ergeðveik upplifun að fara í ísafjrðarbíó næstum einsog að fara í tímavél - lufsan
 
og vá hvað var mikið af innsláttarvillum í þessu kommenti
 
Ég skil ekki alveg hvað málið er með þessi sætanúmer í ísafjarðarbíó, þetta er bara ávísun á vesen og rugl... ég man að einu sinni komst ég ásamt öðrum (sem ekki verða nefndar á nafn) yfir svona miða-blokk úr bíóinu, þurfti bara að fylla inn númerið á sætaröðinni og sætisnúmer, og passa svo að það væri sami litur í gangi á þeirri sýningu sem mann langaði á.... ég man nú ekki til þess að við höfum haft kjark til að nýta okkur þetta, enda heiðarleikinn að drepa okkur sem unglinga líkt og á fullorðinsárum.
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?