miðvikudagur, desember 06, 2006

 

Nýtt og ferskt blogg


Jólin að nálgast í allri sinni dýrð. Held bara að það sé óhætt að segja að við séum öll á heimilinu jólaálfar, hvernig er annað hægt með svona stubb sem er að upplifa þetta allt og hann er eitt bros alla daga! Við fórum til Reykjavíkur um seinustu helgi og jóluðum okkur aðeins upp þar, stutt stopp og létum okkur nægja að heimsækja nýjasta meðlimin í vinahópnum ;) Kiddýjar og Tóta sonur, og svo var okkur boðið í mat til Ellenar og Svenna. Dýrindis læri sem rann vel niður, svona ferðir vilja oft loða við óhóflega mikinn skyndimat, því frábært að vera boðið svona í mat. Gistum hjá Hönnu Rósu, Súni reyndar skrapp aðeins á bílasölubíltúr á föstudagskvöldið. Bíltúrinn endaði kl fimm um nóttina.... hressandi bíltúr það ;)
Húsmóðirin á heimilinu er komin í jólafrí frá skólanum, og er orðin 3/4 félagsliði, og er með stækkandi bumbu, inn í henni er barn að stækka... ekki bara matarástin hér á ferð!!

Jón Darri hitti Jólasvein um helgina, var svona ekki alveg viss þegar jólinn tók hann og lét hann setjast hjá sér, en var mikið glaður og skoðar myndina mikið.


Comments:
Je minn!! Til hamingju með óléttuna mín kæru :) Hlakka til að sjá ykkur um jólin fyrir vestan.
KV. Elín.
 
ég segi nú bara jiiiiimiiinnnneeeiiiinnnnnii eins og hann Pétur Gauti mundi orða það :) til hamingju með bumbubúann - ég geri bara ráð fyrir því að fyrranafnið hans/hennar verði þór/þóra svona til að klára að skíra í höfuðið á mér :)

kveðjur til ykkar allra og sjáumst hress um jólin

jón smali í reykjavíkinni
 
Hjartanlega til hamingju. Maður fer nú bara að vera svolítið spes - bara með eitt barn.

Kveðja Sunna og co.
 
Innilega til hamingju. Það verður greinlega allt fullt af börnum í útilegunni 2008.
 
já maður... spurning um að taka með sér pössunarfólk.. ;)
 
VÚÚÚÚÍÍÍÍ....!

-kriss
 
innilega til hamingju með væntanlega viðbót við fjölskylduna:-)
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?